VOGABYGGÐ – Samanburður á raun- og sýndarveruleika
Í þessari rannsókn var upplifun fólks í raun- og sýndarveruleikaumhverfi skoðuð. Hverfi í Reykjavík (Vogabyggð) var endurgert í sýndarveruleika. Mælingar á andlegum og líkamlegum viðbrögðum þátttakenda voru gerðar í raun- og sýndarumhverfi. Frumniðurstöður benda til að upplifun fólks í þessum tveimur umhverfum sé sambærileg, þó upplifun í sýndarumhverfi virðist almennt séð jákvæðari.