Navigation study

Einn fylgifiskur ferðalaga í sýndarveruleika er að þau geta valdið ónotum hjá þátttakendum sem líkjast bíl- og/eða sjóveiki. Við rannsóknir í sýndarveruleika er því afar mikilvægt að gæta vel að ferðamáta og í þessari rannsókn voru tveir ferðamátar voru bornir saman. Annars vegar sýndarstökk (teleportation) og hins vegar akstur eftir fyrirfram gefinni leið (fixed track driving). 

Niðurstöðurnar sýndu að þeir þátttakendur sem ferðuðust með sýndarstökk fundu fyrir marktækt minni ónotum en þeir sem óku eftir fyrirfram gefinni leið. Niðurstöðurnar hafa verið birtar – sjá hér.

HVAÐ
Áhrif ólíkra ferðamáta

HVAR
Í sýndarveruleika

HVENÆR
2016