djúpivogur

DJÚPIVOGUR – Rannsókn á áhrifum nýs skipulags

Rannsóknin var fyrsta tilraun til að hagnýta verkfæri og aðferðafræði verkefnisins í raunverulegu hönnunar- og skipulagsferli. Gerð deiliskipulags fyrir miðbæjarsvæðið á Djúpavogi stendur nú yfir og hefur nákvæmt tölvulíkan verið gert af svæðinu. Í rannsókninni verða sálfræðileg áhrif þeirrar stefnumótunar sem sett er fram í skipulaginu metin meðan á skipulagsvinnunni stendur, sem aftur nýtist við frekari ákvarðanatöku. Rannsóknin er í undirbúningi og mun veita mikilvægar upplýsingar um hagnýtingargildi þeirrar hugmyndafræði, aðferða og verkfæra sem ENVRALYS byggir á. 

HVAÐ
Hagnýting aðferða og verkfæra

HVAR
Djúpivogur

HVENÆR
2021

Play Video