Sjálfbærar borgir framtíðarinnar

(Cities that sustain us)

Þungamiðjan í þeirri hugmynda- og aðferðafræði sem starfsemi og þjónusta ENVRALYS byggir á, er sótt til verkefnisins Sjálfbærar borgir framtíðarinnar (e. Cities that Sustain Us).

Verkefnið er alþjóðlegt rannsóknar- og þróunarverkefni sem hófst innan Háskólans í Reykjavík árið 2013 í samstarfi við Uppsala-háskóla í Svíþjóð, Reykjavíkurborg, Djúpavogshrepp og TGJ hönnun – ráðgjöf – rannsóknir. 

Meginmarkmið verkefnisins er þríþætt:

 • Að gera grunnrannsóknir á upplifun fólks á umhverfinu, til að auka þekkingu og skilning á samspilinu.

 • Að þróa hugbúnað (VRPsychLab) sem auðveldar rannsóknir á samspili fólks og umhverfis, með sérstaka áherslu á að nýta sýndarveruleika.  

 • Að hagnýta vísindalega þekkingu á upplifun fólks í raunverulegum skipulags- og hönnunarverkefnum.

Verkefnið hefur notið og nýtur styrkja frá Rannsóknarsjóði Íslands (2014-2016) og Tækniþróunarsjóðs (2017-2019; 2020-2021).

Rannsóknir

Innan verkefnisins Sjálfbærar borgir framtíðarinnar hafa fjölbreyttar rannsóknir verið gerðar á samspili fólks og umhverfis. Einnig hafa verið gerðar rannsóknir á áhrifum sýndarveruleika á líðan og upplifun fólks.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um rannsóknir sem hafa verið gerðar eða eru á döfinni.

 

Vogabyggð I
Borgarsjá II
Djúpivogur
icon_borgarsja1_800x600
Borgarsjá I
vogabyggd2_800x600
Vogabyggð II
icon_nav_study_800x600
Navigation Study

birtingar

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir ritrýndar greinar og erindi, sem a) fjalla um niðurstöður rannsókna verkefnisins og b) forsendur verkefnisins. 

Ritrýndar greinar:

 • Líndal, P.J., Jóhannsdóttir, K.J., Kristjánsson, U., Lensing, N., Stühmeier, A., Wohlan, A. & Vilhjálmsson, H.H. (2018). Comparison of Teleportation and Fixed Track Driving in VR. Í Proceedings of the 10th International Conference on Virtual Worlds and Games for Serious Applications. Würzburg, Þýskalandi. [Grein]

 • Lindal, P.J. and Hartig, T. (2015). Effects of urban street vegetation on judgments of restoration likelihood. Urban Forestry & Urban Greening, 14(2): 200-209. [Grein]

 • Lindal, P.J. and Hartig, T. (2013). Architectural variation, building height, and the restorative quality of urban residential streetscapes. Journal of Environmental Psychology, 33, 26-36. [Grein]

 • Lindal, P.J. (2013). Restorative environmental design for densifying cities. Faculty of Architecture, Design & Planning, University of Sydney, Australia. 2013. (Doktorsverkefni)

Ritrýnd erindi á vísindaráðstefnum/málþingum:
 • Lindal, P.J., Hartig, T., Johannsdottir, K. R., & Vilhjalmsson, H. (2019). Future cities: Using virtual technology to design restorative residential neighborhoods, The International Conference on Environmental Psychology (ICEP) 2019 (Plymouth, Stóra-Bretland. 4.-6. september).

 • Lindal, P.J., Miri, H., Johannsdottir, K. R., Hartig, T. & Vilhjalmsson, H. (2016). Testing the Restorative Potential of Future Urban Environments Using VR Technology – The Cities that Sustain Us Project, The 24th Annual Conference of the International Association for People-Environment Studies (IAPS24) ( Lund/Alnarp, Svíþjóð. 27. júní – 1. júlí).

 • Páll Jakob Líndal (2016). Líðan fólks í þéttbýli framtiðarinnar könnuð með sýndarveruleika. Sálfræðiþing 2016 (Reykjavik, 8. apríl).

 • Páll Jakob Líndal, Kamilla Rún Jóhannsdóttir, Hossein Miri, Unnar Kristjánsson, Terry Hartig og Hannes Högni Vilhjálmsson (2015).  Líðan þéttbýlisíbúa könnuð með hjálp sýndarveruleika. 17. líf- og heilbrigðisráðstefna Háskóla Íslands (Reykjavík, 12. nóvember).

Fólkið

Fjölmargir hafa komið að vinnu við rannsóknir innan verkefnisins á þeim tíma sem það hefur verið í gangi. 

 • Hannes Högni Vilhjálmsson, PhD í tölvunarfræði
 • Páll Jakob Líndal, PhD í umhverfissálfræði
 • Kamilla Rún Jóhannsdóttir, PhD í sálfræði
 • Terry Hartig, PhD í félags- og umhverfissálfræði
 • Hossein Miri, PhD í tölvunarfræði
 • Eydís Arnardóttir, M.Sc í taugasálfræði
 • Hörður Már Hafsteinsson, MSc í tölvunarfræði
 • Unnar Kristjánsson, MSc í tölvunarfræði
 • Þorkatla Elín Sigurðardóttir, Cand Psych
 • Ari Þórðarson, MSc-nemi í tölvunarfræði
 • Sandra Sif Sæmundsdóttir, BS í sálfræði
 • Anna Dominiak, BS-nemi í tölvunarfræði
 • Anna Stüehmeier, BS-nemi í sálfræði
 • Annika Wohlan, BS-nemi í sálfræði
 • Inga Katrín Guðmundsson, BS-nemi í sálfræði
 • Ólafur Stephensen, BS-nemi í sálfræði
 • Phoebe Sóley Sands, BS-nemi í sálfræði
 • Henning Kipper, arkitekt
 • Sonja Björk Ragnarsdóttir, innanhúsarkitekt og vöruhönnuður
 • Tumi Sveinn Snorrason, grafískur hönnuður